Við útnefningu á íþróttamanni ársins í Fjallabyggð fyrir árið 2012 voru þau Björgvin Daði Sigurbergsson og Salka Heimisdóttir frá Ungmennafélaginu Glóa á Siglufirði valin efnilegust í frjálsíþróttum í flokki 13-18 ára.

Björgvin keppti á 11 mótum á árinu og setti 11 siglfirsk aldursflokkamet og vann til fjölda verðlauna, Salka kom ótrúlega sterk til baka eftir alvarlegt slys, keppti á 4 mótum á árinu og setti á þeim 2 siglfirsk aldursflokkamet. Þau eru bæði mjög vel að þessum titlum komin.                                                                       Frjálsíþróttafólk í Fjallabyggð
Heimild: www.umfgloi.123.is