Valgeir búinn að draga upp nýjan fána á Siglufirði

Valgeir Tómas Sigurðsson veitingamaður á Siglufirði virðist eiga nokkra skemmtilega fána sem honum finnst gaman að nota til að tjá sig við íbúa Siglufjarðar. Hann hefur jú rétt á tjáningarfrelsi. Á fánanum stendur: – ESB, nei, nei, nei. Hann er með þessa fínu fánastöng á besta stað í miðbæ Siglufjarðar, við hina einu sönnu Aðalgötu.
Myndina tók Steingrímur Kristinsson á Siglufirði. Bestu þakkir fyrir.
Fáninn við Aðalgötuna

Ljósmynd: www.sk21.is – Steingrímur Kristinsson.