Vaðlaheiðargöng full af vatni

Vatnsleki kom úr misgengisprungu Fnjóskadalsmegin í Vaðlaheiðargöngum um síðustu helgi. Um þó nokkuð magn var að ræða af 9 gráðu heitu vatni sem er mun kaldara en vatnið sem er Eyjarfjarðarmegin.  Eftir nokkra stund var fyrirséð að dælur hefðu ekki undan og var því ákveðið að fjarlæga öll verðmæti úr göngum.

Innstu 620 metrarnir í göngunum eru full af vatni en áætlað er að inn í göngunum séu 62.000 m3 af vatni og rennsli út úr þeim sé um 43.000 m3/sólarhring.

Myndir frá fésbókarsíðu Vaðlaheiðarganga.

10439399_261182280718823_6110129025590888110_n11066727_262500163920368_4466262341598224545_n10428143_261181624052222_8001118533598486086_n