Útvarpsstöðin Trölli í húsnæði Ljóðaseturs

Útvarpsstöðin Trölli fm 103,7 í Fjallabyggð  mun færa aðsetur sitt á efri hæð Ljóðaseturs Íslands á Siglufirði á næstunni. Þessi stöð hefur verið í loftinu yfir sumartímann í nokkur ár og eitthvað á veturna líka en núna á að auka virknina. Þar eru nú 3-4 vikulegir þættir í loftinu og einnig er leikin tónlist allan sólarhringinn.

Forstöðumaður Ljóðaseturs og Bæjarlistamaður Fjallabyggðar, Þórarinn Hannesson, mun líklega vera með menningarþátt á stöðinni ásamt góðri tónlist.  Þar yrði rætt um alla þá fjölbreyttu viðburði sem er í Fjallabyggð árið um kring.

Útvarpsstöðin Trölli næst núna á Siglufirði og Ólafsfirði og fljótlega líka á Dalvík og einnig á netinu. Mun þetta án efa auka kynningu og umfjöllun á Ljóðasetrinu að auki er stefnt að því að senda beint út viðburði frá Ljóðasetrinu, t.d. upplestur skálda og tónleika hljómlistarmanna.