Útvarp Trölli vill efla ímynd Fjallabyggðar

Útvarp Trölli í Fjallabyggð hefur óskað eftir samstarfi við Fjallabyggð er varðar nýtingu á útvarpinu til að efla ímynd Fjallabyggðar hjá íbúum, ferðafólki og nærsveitarmönnum. Útvarpsstöðin næst um norðanverðan Tröllaskaga, og á netinu, www.trolli.is.

En út á hvað gengur hugmyndafræði Útvarps Trölla?

Hugmyndin gengur út á að upplýsa hlustendur Trölla, helst reglulega, um það helsta jákvætt sem fram fer í sveitarfélaginu, hvort sem það er beinlínis á vegum sveitarfélagsins eða annara.
Gaman væri að geta sagt öðru hverju frá því sem helst er að gerast í skólunum, grunn-, tón- og leikskólum, íþróttafélögum o.s.frv.  
Annars mun þetta þróast smám saman í samráði við viðkomandi aðila, ef af verður.” – Þetta segir Gunnar Smári Helgason í samtali við Héðinsfjörð.is.
21122839911_41cf82392e_z