Útvarp Húsavík FM 103 hóf göngu sína á ný eftir nokkra ára pásu. Fjölbreytt dagskrá verður á vegum útvarpsins alla miðvikudaga frá kl 18:00 til 23:00. Margir áhugaverðir þættir munu fara í loftið þar á meðal, Bræður og Bragason og þættir í umsjón Hafliða Jósteins og Björgvins Leifssonar. Í útvarpinu í gær voru starfsmenn Skrifstofu stéttarfélaganna yfirheyrðir af Bræðrunum og Bragasyni um væntanlegan kvöldverð.

Hvað er í pottunum? Þessi liður verður á dagskrá þeirra félaga í vetur og hér má hlusta á svör starfsmanna sem riðu á vaðið.