Útsýnisflug frá Akureyri til Siglufjarðar í sumar á nýrri flotbryggju?

Hugmyndir eru uppi hjá Hafnarstjóra Fjallabyggðar um að koma fyrir flotbryggju fyrir sjóflugvél sem yrði staðsett milli Togarabryggju og Ingvarsbryggju á Siglufirði.

Ætlunin er að vera með útsýnisflug frá Akureyri til Siglufjarðar í sumar. Hafnarstjórn Fjallbyggðar telur rétt að leggja vinnu í framtíðarskipulag hafnanna og að lögð verði áhersla á öryggismál í tengslum við þjónustu við báta, umferð ökutækja og gangandi fólks. Þessu máli hefur verið vísað til Bæjarráðs Fjallabyggðar þar sem það verður tekið fyrir, en ekki er gert ráð fyrir fjárveitingu til slíkra framkvæmda á áætlun ársins.

Þá hefur Hafnarstjóri Fjallabyggðar óskað eftir tilboðum í flotbryggju fyrir höfnina á Siglufirði.  Átta aðilar hafa fengið útboðsgögn.  Siglingastofnun hefur hafnað því að styrkja umrædda framkvæmd.

Yfirlitsmynd frá Siglufirði.