Útsvarslið Skagafjarðar skipa þrjár konur
Búið að manna lið Skagafjarðar í spurningaþættinum Útsvari sem sýndur verður í Ríkissjónvarpinu í haust. Liðið skipa þær Guðrún Helgadóttir prófessor við Háskólann á Hólum, Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdastjóri hjá Staðlaráði og Erla Björt Björnsdóttir háskólanemi.
Skagafjörður verður því fyrsta sveitarfélagið í sögu þessara vinsælu spurningaþátta til að tefla fram liði sem eingöngu er skipað konum. Skagafjörður mun að öllum líkindum hefja leik 21. október.