Útskrift úr Grunnskóla Fjallabyggðar

Nemendur í 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar voru útskrifaðir í gær við hátíðlega athöfn í Ólafsfjarðarkirkju. Skólastjórar ávörpuðu nemendur, Tónskólinn sá um tónlistaratriði og nemendur sem skarað höfðu framúr í náminu hlutu viðurkenningar. Að athöfn lokinni var boðið upp á kaffisamsæti.

Síðasti kennsludagur var 1. júní og voru nemendur í yngri deildum stærsta hluta úr deginum úti í góða veðrinu. Var meðal annars grillað, farið í sund og í leiki.