Í dag voru útskrifaðir átta stúdentar frá Menntaskólanum á Tröllaskaga í 7. útskrift skólans. Þrír útskrifast af félags- og hugvísindabraut, einn af íþrótta- og útivistarbraut, íþróttasviði, þrír af náttúruvísindabraut og að lokum fyrsti nemandinn sem lýkur viðbótarnámi til stúdentsprófs af starfsbrautum. Í haust stunduðu rúmlega 180 nemendur nám við skólann, þar af 131 í dagskóla en aðrir í fjarnámi.

Aðstoðarskólameistari fór yfir starfið á haustönninni og skólameistari talaði um mikilvægi þess að byggja upp nám og námsmat jafnt allan námstímann sem muni leiða til betri árangurs í háskólanámi og á vinnumarkaði. Þá var ræddur námstími til stúdentsprófs, frumkvöðlanám og fleira.
Birgir Egilsson hélt ræðu nýstúdents, hann þakkaði skólanum, samnemendum og starfsfólki fyrir góðan tíma og hrósaði náms- og kennslufyrirkomulagi sem hann sagði henta nemendum mjög vel.

Heimild: mtr.is

img_8439
Ljósmynd frá heimasíðu mtr.is.