Útskrift MTR á morgun

Sjötta útskrift Menntaskólans á Tröllaskaga verður á morgun, laugardaginn 25. maí. Athöfnin fer fram í Ólafsfjarðarkirkju og hefst klukkan 11:00. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Pétur Þormóðsson flytur ávarp nýstúdents. Gestum á útskrift verður hleypt gegn um Héðinsfjarðargöng, samkvæmt upplýsingum slökkviliðsstjóra, en göngin verða lokuð milli 10 og 11 fyrir almenna umferð vegna æfingar.

mtr