Útnefning Bæjarlistamanns Fjallabyggðar og afhending menningarstyrkja

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2021, Jón Þorsteinsson, verður útnefndur við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 18. mars næstkomandi í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði og hefst athöfnin kl. 18:00.

Við sama tilefni verða afhentir menningarstyrkir Fjallabyggðar fyrir árið 2021.

Allir hjartanlega velkomnir en óskað er eftir skráningu á viðburðinn vegna fjöldatakmarkana.

 

 

 

Texti: Fjallabyggð.is