Útivistar- og sportsýning við Sauðárkrók um helgina

Útivistar- og sportsýningin Kraftur 2011 fer fram í Reiðhöllinni Svaðastöðum við Sauðárkrók helgina 12. – 13. nóvember. Opið verður kl. 10-18 á laugardag og kl. 11-16 á sunnudag. Til sýnis verða jeppar, torfærubíll, mótorhjól, snjósleðar, byssur og bogar, kajakar, rallý- og spyrnubílar að ógleymdum tækjum og tólum björgunarsveitanna. Aðgangseyrir kr. 1000 fyrir 12 ára og eldri.