Útisýning á smábátum Síldarminjasafns Íslands
Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði hefur fengið leyfi fyrir útisýningu á 4 – 5 smábátum. Sýningin verður við fjöruna fyrir framan Bátahúsið, austan við Snorragötu.
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt málið en benti á að festa þurfi bátana niður svo ekki skapist slysahætta af þeim.
Þá hefur Örlygur Kristfinnsson safnstjóri Síldarminjasafns Íslands hvatt til þess að innkeyrslustútur verði settur í gangbraut við landfyllingu austan Róaldsbrakka. Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur einnig samþykkt það erindi.