Útilistaverk fært til á Akureyri

Listaverkið Sigling eftir Jón Gunnar Árnason (1931-1989) sem hefur staðið á horni Kaupvangsstrætis og Glerárgötu á Akureyri, hefur verið fært suður með Drottningarbraut og á litla uppfyllingu austan við nýju göngubrautina sem þar er. Þykir verkið njóta sín mun betur á nýja staðnum en lítið bar á því á gamla staðnum þar sem það var nánast falið í trjágróðri.

Akureyrarbær lét gera verkið í tilefni 100 ára afmælis Kaupfélags Eyfirðinga árið 1986 en það var vígt árið 1990.

sigling6

Mynd: Akureyri.is