Útilegukortið gildir í Fjallabyggð

Þeir sem kaupa sér Útilegukortið geta tjaldað í Fjallabyggð í allt að fjórar nætur. Útilegukortið gildir fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla. Kortið kostar í ár 15.900 kr. og veitir aðgang að fjölmörgum tjaldsvæðum á landinu án greiðslu fyrir gistingu. Á Norðurlandi eru þetta tjaldstæðið á Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Húsabakka, Skagaströnd, Hvammstanga, Lónsá og Heiðarbær. Almennt verð á tjaldsvæði Fjallabyggðar í ár er 1100 kr. á einstakling, 111 kr. gistináttagjald og frítt fyrir börn yngri en 16 ára. Velkomin til Fjallabyggðar.

Innra tjaldsvæðiTjaldsvæðið í Ólafsfirði