Úthlutanir Menningarsjóðs Íslands og Finnlands

Tilkynnt hefur verið um úthlutanir styrkja og framlaga úr Menningarsjóði Íslands og Finnlands fyrir fyrir seinni helming ársins 2018 og fyrri hluta ársins 2019. Hlutverk sjóðsins er að styrkja árlega félög, samtök og einstaklinga vegna verkefna sem orðið geta til þess að efla menningarsamskipti Íslands og Finnlands. Alls bárust 76 umsóknir en stjórn sjóðsins tók ákvörðun um að úthluta alls 25.550 evrum að þessu sinni til 27 verkefna.

Úthlutunarfundinn sátu Pekko Timonen, FM Riita Heinämaa, Eiríkur Þorláksson sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti og Málfríður Kristjánsdóttir arkitekt.

„Sjóðnum bárust umsóknir frá öllum landshornum í Finnlandi og á Íslandi sem er afar gleðilegt. Fjölbreytt viðfangsefni umsókna eru einnig til vitnis um mikla samvinnu landanna tveggja á menningarsviðinu,“ segir formaður stjórnar sjóðsins, Pekka Timonen.

Verkefnin sem hlutu styrk eða framlög að þessu sinni: 

Ferða- og tengslastyrkir:
Hönnunarmiðstöð Íslands / HönnunarMars
Vegna verkefnis á hönnunarhátíðinni HönnunarMars í Reykjavík, mars 2019, 3000 evrur.

Yhdenvertaisen kulttuurin puolesta ry, Helsinki,
Styrkur til að fara til Íslands innan ramma samstarfsverkefnis í fjöltyngi-mánuðinum, 750 evrur.

Bókmenntir og fjölmiðlar: 
Ekenässällskapet r.f., Tenala
Ferðastyrkur til að bjóða íslenskum rithöfundi á bókmenntahátíðina, Bokkalaset í Ekenäs 9.-12. nóvember 2018, 500 evrur.

Huotarinen, Vilja-Tuulia, rithöfundur, Helsinki
Til að skipuleggja þrjú ljóðakvöld með íslenska ljóðskáldinu Kristín Ómarsdóttur í tengslum við 90 ára afmælishátíð PEN, alþjóðasamtök rithöfunda, í Finnlandi, 500 evrur.

Leinonen, Tiina, blaðamaður, Tammerfors
Ferðastyrkur til að fara til Íslands í þeim tilgangi að rannsaka og skrifa um jafnréttismál, 500 evrur.

Mýrin – alþjóðlega barnabókmenntahátíð í Reykjavík
Ferðastyrkur til að bjóða finnska myndskreytinum Jenny Lucander og þýðandanum Janina Orlov á hátíðina, sem verður haldin 11.-14. október 2018, 1000 evrur.

Västnyländska Kultursamfundet/Arbetsgruppen Barnens och du Ungas BokKalas, Karis,
Ferðastyrkur til að bjóða íslenskum rithöfundi á Barnens och de Ungas BokKalas í skólum Raseborg 7.-11. nóvember 2018, 500 evrur.

Tungumál, skóla- og menntamál: 
Linnajoen koulu, Borgå
Ferðastyrkur til nemendaferðar til Íslands innan ramma valáfanga í alþjóðlegum viðfangsefnum í 9. bekk, 1500 evrur.

Oulun steinerkoulu/7. luokka, Uleåborg
Ferðastyrkur til að nemendaferðar til Íslands í 8. bekk, 1500 evrur.

Vísindi:
Kanerva Kirsi, fil. dr, Vihtis
Ferðastyrkur til að taka þátt í ráðstefnu í Reykjavík vegna rannsóknarverkefnis sem fjallar um tilfinningar í íslenskum fornbókmenntum, 500 evrur.

Nordling Kalle, Vanda, fræðimaður
Ferðastyrkur til að taka þátt í ráðstefnu á sviði veðurfræði og loftslagsrannsókna, 500 evrur.

Tónlist:
Erna Vala Arnardóttir, píanóleikari, Helsinki
Ferðastyrkur til að stunda rannsóknir á finnskri og íslenskri tónlist á ólíkum sviðum og halda tónleika í báðum löndunum, 500 evrur.

Berghäll Joakim, tónlistarmaður, Helsinki,
Til að semja jazz-tónverk fyrir nýjan finnsk-íslenskan kvartett og skipuleggja tónleika í Reykjavík, 500 evrur.

Félag um Finnskuskólann, Kópavogi
Til að skipuleggja finnskumælandi tónleika fyrir börn í Reykjavík og bjóða tveimur tónlistarmönnum frá Finnlandi til Íslands, 750 evrur.

Pohjantien Nuorisomusiikki ry, Kuopio
Ferðastyrkur til að taka þátt í námskeiði og sameiginlegum tónleikum með íslenskum stórsveitum, 2000 evrur.

The X-Rust Organisation, Åbo
Ferðastyrkur til að bjóða hinum íslenska DJ Hermigervill á 25 ára afmælishátíð félagsins, 500 evrur.

Valkeakosken musiikinystävät ry., Valkeakoski
Ferðastyrkur til að skipuleggja tónleikaferð til Íslands fyrir strengjasveit tónlistarskólans í Valkeakoski, 1500 evrur.

Erla Dóra Vogler, söngkona, Akureyri
Til að skipuleggja tónleika til heiðurs aldarafmæli Jórunnar Viðar í Sibeliushuset í Lahtis 28. október 2018, 1500 evrur.

Sviðslistir, kvikmyndir:
Representanter för Hangö Teaterträffs styrelse, Helsinki
Ferðastyrkur til að taka þátt í sviðslistahátíðinni Everybody’s Spectacular í Reykjavík, 750 evrur.

Pohjanmaan tanssi ry, Dans i Österbotten rf/Regionala danscentret i Österbotten, Malax
Til að skipuleggja gestasýningu af dansverkinu Woman Landscape eftir íslenska danshöfundinn Önnu Kolfinnu Kuran, 500 evrur.

Sodankylän elokuvafestivaali ry, Helsinki
Til að halda heiðursdagskrá um kvikmyndatónlist Jóhanns Gunnar Jóhannssonar á Sodankylä kvikmyndahátíðinni 13.-17. júní 2018, 600 evrur.

Työryhmä Voima-Halonen, Helsinki
Ferðastyrkur til að vinna að dansverkinu Be like sea með íslenska listdansaranum Báru Sigfúsdóttur í Reykjahlíð, 750 evrur.

Myndlist:
Katrín Elvarsdóttir, ljósmyndari, Reykjavík
Ferðastyrkur til að taka ásamt Lilju Birgisdóttur þátt í sýningunni Cyclone 2 í Forum Box í Helsinki 28. júlí-26. ágúst 2018, 750 evrur.

Guðrún Kristjánsdóttir, myndlistarkona, Reykjavík
Vegna innsetningarinnar Vatn í Åbo, sem haldin var í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan Ísland var fullvalda ríki, 1500 evrur.

Pohjoinen valokuvakeskus ry – Nordliga fotocentret, Uleåborg
Til að skipuleggja sýninguna This Island Earth í Nordliga fotocentret i Uleåborg 5.- 8. júlí 2018, 1200 evrur.

Suomen maisema-arkkitehtiliitto – Finlands landskapsarkitektförbund ry, Helsinki
Ferðastyrkur til að bjóða íslenskum fyrirlesara á málþing um landslagsarkitektúr í Dipoli í Esbo 26. október 2018, 500 evrur.

Turun Taidegraafikot ry, Åbo
Ferðastyrkur til að skipuleggja sýningu á verkum finnskra listamanna í sýningarsal félagsins Íslensk grafík, 1000 evrur.