Útgerð og skipstjóri ákærð fyrir fiskveiðibrot á Siglufirði

Útgerð og skipstjóri grásleppubáts á Siglufirði hafa verið ákærð fyrir fiskveiðibrot síðastliðið vor. Í fjóra daga í mars og apríl voru við veiðarnar notuð fleiri grásleppunet en heimilt er miðað við fjölda í áhöfn. Þá voru netatrossur voru ranglega merktar og aðeins voru baujur á grunnenda trossanna.  Þá var hluta netanna ekki vitjað í ellefu daga, sem er fimm dögum lengur en reglur segja til um.

Framkvæmdastjóri útgerðarinnar mætti fyrir dóminn og játaði brot í morgun. Skipstjórinn mætti ekki og telst því ekki hafa gert athugasemdir við málið. Málið var því dómtekið og verður dómur kveðinn upp fljótlega.

Heimild: ruv.is