Útgáfutónleikar Þórarins í Ljóðasetrinu

Þórarinn Hannesson hefur undanfarna mánuði unnið að nýrri geislaplötu sinni sem verður frumleg plata þar sem hann kveður 18 frumsamin kvæðalög án undirleiks. Lögin eru í anda gömlu íslensku þjóðlaganna. Upptökum er nú lokið og fer platan í framleiðslu í næstu viku. Útgáfutónleikar hans verða í Ljóðasetri Íslands á Siglufirði, fimmtudaginn 3. júlí næstkomandi, kl. 17.

Þórarinn Hannesson var Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2013.

Ljóðasetur