Útbreiðsla lúpínu í Tindaöxl Ólafsfirði

Óskað hefur verið eftir því við Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar að hefta þurfi frekari útbreiðslu lúpínu og kerfils í Tindaöxl í Ólafsfirði. Tæknideild Fjallabyggðar hyggst afla sér upplýsinga um hvernig best sé að bregðast við útbreiðslunni.

Elstu heimildir um lúpínu á Íslandi eru frá 1885 þar sem hún var notuð við plöntutilraunir hjá Georg Schierbeck, landlækni í Reykjavík. Náði hún engri útbreiðslu í það skiptið. Þá eru til heimildir um ræktun hennar í garðyrkjustöð í Reykjavík árið 1911 og sem fyrr náði hún ekki að skapa sér vinsældir.

Árið 1945 safnaði Hákon Bjarnason, þáverandi skógræktarstjóri, fræjum af alaskalúpinu við College-fjörð (Prins Vilhjálms-sundi) á vesturströnd Alaska og flutti til Íslands. Sá Hákon að þar væri komin tilvalin landgræðslutegund. Var hún prófuð á ólíkum svæðum og við ólík skilyrði áður en hún var tekin upp sem ein af aðaltegundum Landgræðslunnar.