Útboð vegna snjóflóðavarna á Siglufirði

Eftirfarandi texti er birtur á Fjallabyggd.is:

Útboð í tengslum við snjóflóðavarnir í Siglufirði.

SNJÓFLÓÐAVARNIR SIGLUFIRÐI,
BRÁÐABIRGÐAVEGUR
ÚTBOÐ NR. 15296
Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Fjallabyggðar, óskar eftir tilboðum í gerð bráðabirgðavegar upp að fyrirhuguðum snjóflóðavörnum í Hafnarfjalli í Siglufirði.
Vegurinn er ekki ætlaður fyrir almenna umferð, og liggur um bratta skriðu.
Heildarlengd vegarins er um 1.850 m.
Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 15. nóvember 2012.
Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík frá og með mánudeginum 23. júlí 2012. Útboðsgögn verða ennfremur til sýnis á bæjarskrifstofunum á Siglufirði. Einnig má nálgast útboðsgögn á vef Ríkiskaupa. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum 8. ágúst 2012 kl. 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
FRAMKVÆMDASÝSLA RÍKISINS