Útboð á rekstri kaffihúss í Lystigarðinum

Akureyrarbær leitar eftir aðila til að annast rekstur á kaffihúsi í Lystigarðinum á Akureyri frá og með 1. janúar 2022.

Um er að ræða afar spennandi verkefni í þjónustu við bæjarbúa og ferðamenn í einum elsta og fallegasta lystigarði landsins.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar frá og með miðvikudeginum 13. október 2021.

Tilboðum skal skila rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar eigi síðar en 3. nóvember 2021 kl. 13:00.

Heimild: akureyri.is