Úrslitakeppni Stærðfræðikeppni

Föstudaginn 15. apríl fer fram lokakeppni stærðfræðikeppni Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar. Alls taka 17 keppendur þátt að þessu sinni og eins og áður eru vegleg verðlaun í boði. Fjöldi styrktaraðila kemur að keppninni, en henni er ætlað að vekja áhuga ungs fólks á námi í stærðfræði og tæknigreinum.

Keppnin hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 15:00 í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Á meðan á keppni stendur verður boðið upp á kynnisferð um FNV fyrir alla þá sem hafa áhuga.