Úrslit úr Sigló Open golfmótinu

Golfmótið Sigló Open fór fram laugardaginn 3. ágúst á Hólsvelli. Veðrið var ekki spennandi, rok og rigning og hættu 10 keppendur við að taka þátt, en 30 mættu til leiks. Keppt var í karla- og kvennaflokki og urðu úrslit eftirfarandi:

Karlar:
1. sæti Salmann H. Árnason GKJ með 38 punkta
2. sæti Jón Karl Ágústsson GKS með 32 punkta
3. sæti Guðmundur Stefán Jónsson GR með 32 punkta

Konur:
1. sæti Dagný Finnsdóttir GÓ með 35 punkta
2. sæti Hulda Magnúsardóttir GKS með 31 punkt
3. sæti Björg Traustadóttir GÓ með 30 punkta.

Einnig voru veitt nándarverðlaun á par 3 holum í karla- og kvennaflokki og dregið var úr skorkortum í mótslok.

Myndir og nánari úrslit hér.