KF/Dalvík kepptu nokkra leiki í dag í riðlakeppninni í ReyCup í Reykjavík. Mjög blautt var í morgun en þornaði þegar leið á daginn, en vellirnir voru flestir blautir og þungir yfirferðar.

Kvennaliðið lék gegn Grindavík og unnu góðan 2-0 sigur.

Strákarnir í 4. flokki B-liða léku einnig einn leik í dag gegn Stjörnunni. Stjarnan byrjaði leikinn af krafti og voru komnir í 0-3 eftir nokkrar mínútur eftir að hafa skorað tvívegis úr hornspyrnu og í þriðja markið í gegnum samspil í teignum. KF/Dalvík strákarnir gáfust ekki upp og skoruðu tvö mörk og voru lokatölur 2-3 í þessum leik.

Strákarnir í 4. flokki C-liða áttu líka stóran dag og kepptu tvo leiki. Þeir töpuðu naumlega fyrir Þrótti 3-2 en unnu góðan sigur á FH 3-2.

Liðin halda áfram leik á morgun, laugardag og munum við greina nánar frá því þegar úrslit berast.

Myndir frá leik KF/Dalvík og Stjörnunni. Stjarnan var í bláu en KF/Dalvík í appelsínugulum vestum.