Úrslit laugardags á Pæjumóti

Pæjumót Sparisjóðsins og Rauðku hélt áfram á laugardag, en hluti mótsins var færður til Ólafsfjarðar þar sem 6. flokkur spilaði en miklar skúrir höfðu slæm áhrif á vellina á Siglufirði.

KF í 6. flokki kvenna í riðli A2 léku þrjá leiki í gær, þær töpuðu tveimur og gerðu eitt jafntelfi og skoruðu 9 mörk.

KF í 7. flokki kvenna í riðli C 1 léku þrjá leiki í gær, þær unnu einn leik, gerðu eitt jafntefli og töpuðu einum og skoruðu 5 mörk. KF í 7. flokki kvenna í riðli D1 léku þrjá leiki í gær sem allir töpuðust, en þær skoruðu 3 mörk.

Öll úrslit og stöðu riðla má sjá hér.

14870624342_d28e73f819_z 14847975846_6845cf77a1_z