Styrktarmót fyrir börnin hennar Unnar sem kvaddi okkur fyrr í þessum mánuði var haldið 29. ágúst á Siglógolf. Góð mæting var í mótið og mörg framlög bárust frá félagsmönnum GKS, söfnunin gekk vonum framar fyrir krakkana hennar og þökkum við fyrir frábær viðbrögð félagsmanna.
Hugur okkar allra er hjá börnum og fjölskyldu Unnar á þessum erfiðu tímum.
Þegar allir keppendur voru komnir í hús var skálað í freyðivíni fyrir henni.
Keppt var í tveimur flokkum.
Úrslit:
A flokkur: Sævar Örn Kárason – 39 punktar
B flokkur: Ríkey Sigurbjörnsdóttir – 42 punktar
Nándarverðlaun: Sævar Örn, Kári Freyr og Ólína Þórey
Lengsta teighögg: Brynjar Heimir og Hulda Guðveig
Texti og myndir: Aðsent /GKS.