Úrslit í stærðfræðikeppni

Úrslit í stærðfræðikeppni Menntaskólans á Tröllaskaga, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, og níundu bekkja í grunnskólum á Norðurlandi vestra og Tröllaskaga fór fram í Ólafsfirði í vikunni. Í fyrsta sæti varð Hildur Heba Einarsdóttir frá Árskóla á Sauðárkróki. Jódís Helga Káradóttir frá Varmahlíðarskóla í Skagafirði varð í öðru sæti og Styrmir Þeyr Traustason frá Dalvíkurskóla í þriðja sæti. Vegleg verðlaun voru veitt fyrir þessi þrjú sæti.  Keppnin var jöfn og spennandi og keppendur allir sjálfum sér og skólum sínum til sóma. Er þetta í tuttugasta sinn sem keppnin er haldin.