Úrslit í Söngkeppni Friðar í Skagafirði

Fimm atriði voru skráð til leiks í Söngkeppni Friðar í Skagafirði að þessu sinni en keppnin fór fram í Miðgarði í lok síðustu viku. Það voru Malen Áskelsdóttir og Sylvía Sif Halldórsdóttir sem sungu lagið Thinking out loud, Berglind Björg Sigurðardóttir með lagið Count on me, Gísli Laufeyjar Höskuldsson, Gunnar Freyr, Helgi Fannar, Hólmsteinn Þorleifsson, Stefán Ármann og Sæþór Már sungu Óður til Framsóknar,  Áróra Árnadóttir með lagið All the pretty girls og síðast en ekki síst þeir Ásgrímur Þór, Egill Rúnar, Garpur Hnefill, Guðmundur Elí, Heimir Sindri, Kristinn Knörr, Ófeigur Númi, Ólafur Ísar, Reynir Freyr, Símon Kári og Skarphéðinn sem sungu lagið Ísland er land þitt. Við þökkum öllum þessu frábæru atriðum fyrir þátttökuna.

Hljómsveit spilaði undir lögunum en hún var skipuð þeim Brynjari Páli Rögnvaldssyni á gítar, Helga Fannari Gestsyni á bassa, Jóhanni Daða Gíslasyni á trommur, Kristófer Degi Sigurjónssyni á trommur og Sæþóri Má Hinrikssyni á píanó.

Dómarar kvöldsins voru þau Kristín Bjarnadóttir tónlistarkennari Grunnskólanum Austan vatna, Ólafur Atli Sindrason söngvari og kennari í Varmahlíðarskóla og Rakel Rögnvaldsdóttir söngvari. Þökkum við þeim kærlega fyrir vel unnin störf.

Vinningshafi söngkeppni Friðar að þessu sinni var Áróra Árnadóttir og fékk hún í vinning gjafabréf frá Tónabúðinni á Akureyri, gjafabréf í stúdíó hjá Rögnvaldi Valbergssyni, gjafabréf frá Hard Wok og gjafabréf frá KS Varmó. Bjartasta vonin voru þær Malen og Sylvía en þær fengu gjafabréf frá Hard Wok og Sauðárkróks Bakarí. Óður til Framsóknar var valið frumlegasta atriðið og fengu þeir einnig gjafabréf frá Hard Wok og Sauðárkróks Bakaríi.

Heimild: Húsfrítímans.is