Bikarmótið í Ólafsfirði hélt áfram í gær og gekk ágætlega fyrir sig samkvæmt upplýsingum frá mótshaldara. Keppt var í skíðagöngu 12 ára og eldri í Skeggjabrekkudal. Elsa Guðrún Jónsdóttir sigraði í kvennaflokki 17 ára og eldri.

Slæmt veðurútlit er fyrir gönguna í dag og hefur dómnefnd mótsins ákveðið að hætta við að vera með hefðbundna göngu og breyta yfir í frjálsa aðferð. Þannig að ef það verður hægt að keppa í dag verður það gert með frjálsri aðferð. Í dag er gert ráð fyrir snjókomu og NA 8-13m.