Úrslit í sjóðheitu sumarmóti GFB

Sjóðheitt sumarmót Golfklúbbs Fjallabyggðar fór fram í dag á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði. Keppt var í opnum flokki í punktakeppni og voru veitt verðlaun fyrir fimm efstu sætin. Alls tóku 19 kylfingar þátt í mótinu.

Óskar Siglurpálsson frá GHD vann mótið nokkuð örygglega með 43 punktum. Jóna K. Kristjánsdóttir frá GFB var í 2. sæti með 37 punkta og Marsibil Sigurðardóttir var í 3. sæti með 36 punkta.

Kjartan F. Sigurðsson frá GA var í 4. sæti með 34 punkta og Sigríður Guðmundsdóttir frá GFB með 33 punkta.

Talsverð spenna var í 2.-5. sæti í mótinu eins og úrslit segja til um. Þá voru fjórir kylfingar með 32 punkta í 6.-9. sæti.