Segull67 Open golfmótið fór fram í gær á Siglógolf á Siglufirði, en mótið hefur verið haldið árlega í nokkur ár og er vinsælt meðal kylfinga.
Keppt var í Texas scramble og tóku 23 lið þátt eða 46 kylfingar.  18 ára aldurstakmark var á mótið og var að hámarki hægt að skrá 26 lið. Leiknar voru 18 holur og var ræst út af öllum teigum.
Verðlaun voru veitt fyrir efstu þrjú sætin, nándarverðlaun á par 3 brautum og lengsta teighögg í karla og kvennaflokki.
Úrslit:
1.  Arty&Farty (Brynjar Þorleifsson og Ástþór Árnason) á 61 höggi.
2. Björnsson/Ásgeirsson (Bergur Björnsson og Friðrik Ásgeirsson) á 64 höggum.
3. Balls Deep (Sindri Ólafsson og Jón Heimir Sigurbjörnsson) á 65 höggum.
Meðfylgjandi myndir koma frá Golfklúbbi Siglufjarðar.
Lokastaðan: