Það voru 34 kylfingar sem mættu til leiks á Segull 67 golfmótinu sem haldið var á Siglógolf í gær í blíðskapar veðri. Leiknar voru 18 holur og var pláss fyrir 54 kylfinga í mótinu, sem var fyrir 20 ára og eldri og var hámarksforgjöf karla 24 og kvenna 28. Golfklúbbur Siglufjarðar stóð fyrir mótinu. Keppnin var jöfn í báðum flokkum og munaði fáum punktum á efstu sætunum.
Keppt var í karla- og kvennaflokki í punktakeppni. Vegleg verðlaun voru fyrir báða flokka og nándarverðlaun á par 3 holum. Verðlaunaafhending fór fram í brugghúsi Seguls 67.
Verðlaun í báðum flokkum:
1 sæti. Gisting á Sigló Hótel
2 sæti. 3 rétta máltíð á Sigló Hótel
3 sæti. 3 rétta máltíð á Hótel Siglunesi
Úrslit í karlaflokki:
- sæti: Jóhann Már Sigurbjörnsson með 39 punkta, og einnig lengsta drive í karlaflokki.
- sæti: Axel Ásgeirsson með 38 punkta
- sæti: Sindri Ólafsson með 37 punkta
Úrslit í kvennaflokki:
- sæti: Sif Rós Ragnarsdóttir, með 38 punkta
- sæti: Bryndís Þorsteinsdóttir, með 37 punkta
- sæti: Ása Guðrún Sverrisdóttir, með 36 punkta, og einnig lengsta drive í kvennaflokki.