Úrslit í Opna Rammamótinu í golfi

Opna Rammamótið á vegum Golfklúbbs Fjallabyggðar fór fram í dag á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði. Alls voru 28 kylfingar sem mættu til leiks en keppt var í 18 holu punktakeppni. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki. Verðlaun fyrir efstu sætin voru gjafabréf frá Golfskálanum og teiggjafir komu frá Chitocare.
Einnig voru veitt verðlaun fyrir lengsta teighöggið og nándarverðlaun í báðum flokkum. Boðið var uppá vöfflur í skálanum að móti loknu.
Keppnin var mjög jöfn í karlaflokki en þar munið fáum höggum á 1.-7. sæti. Einnig var töluverð spenna um efstu fjögur sætin í kvennaflokki.

Úrslit

Karlar
1.sæti Brynjar Heimir Þorleifsson GKS 36 punktar
2.sæti Ármann Viðar Sigurðsson GFB 35 punktar
3.sæti Brynjar Sæmundsson, Glanna, 35 punktar
4.sæti Sævar Örn Kárason GKS 34 punktar
Konur
1.sæti Bryndís Þorsteinsdóttir GKS 35 punktar
2.sæti Halldóra Andrésdóttir Cuyler GSS 35 punktar
3.sæti Sigríður Guðmundsdóttir GFB 32 punktar.
4.sæti Dagný Finnsdóttir GFB 32 punktar.
Næst holu
Karlar
Bergur Rúnar Björnsson GFB 2.2 metrar
Engin kona var með mælingu
Lengsta teighögg
Karlar
Sævar Örn Kárason GKS
Konur
Dagný Finnsdóttir GFB
Myndir: GFB