Úrslit í Opna Rammamótinu í golfi

Opna Rammamótið fór fram í gær sunnudaginn 6. september á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði. Alls mættu 31 kylfingur til leiks og var keppnin sérlega spennandi og jöfn í karlaflokkinum og einnig í 2.-3. sæti í kvennaflokki. Leiknar voru 18 holur í punktakeppni með forgjöf.  Allir þátttakendur fengu glæsilega teiggjöf frá ChitoCare og einnig voru vegleg verðlaun fyrir efstu sætin. Opna Rammamótið var síðasta mót ársins hjá Golfklúbbi Fjallabyggðar.
Úrslit:
Karlaflokkur:
1.sæti Þorgeir Örn SIgurbjörnsson GFB 41 punktar
2.sæti Ármann Viðar Sigurðsson GFB 40 punktar
3.sæti Friðrik Örn Ásgeirsson GFB 40 punktar
Kvennaflokkur:
1.sæti Rósa Jónsdóttir GFB 40 punktar
2.sæti Hrefna Magnúsdóttir GA 34 punktar
3.sæti Dagný Finnsdóttir GFB 34 punktar
Golfklúbbur Fjallabyggðar þakkar Rammanum fyrir stuðninginn og öllum fyrir komuna.