Golfklúbbur Fjallabyggðar

Opna Ísfellsmótið í golfi fór fram á Skeggjabrekkuvelli í dag í Ólafsfirði. Keppt var í 18 holu punktakeppni í karla- og kvennaflokki. Að móti loknu var kylfingum boðið upp á vöfflur og kaffi. Vegleg verðlaun voru fyrir efstu þrjú sætin frá Golfskálanum. Alls voru 34 kylfingar skráðir til leiks á þessu móti. Frábært veður var í Ólafsfirði og var hitinn kominn yfir 21 gráðu þegar leið á mótið.

Keppnin var jöfn og spennandi í báðum flokkum.

Í kvennaflokki var Sigríður Guðmundsdóttir úr GFB í 1. sæti með 33 punkta. Í karlaflokki var Ármann Viðar Sigurðsson úr GFB í 1. sæti með 35 punkta.

Öll úrslit:

Engin lýsing til

Engin lýsing til