Opna Ísfellsmótið fór fram í dag á Skeggjabrekkuvelli á vegum Golfklúbbs Fjallabyggðar í Ólafsfirði. Góð þátttaka var í mótinu en 36 kylfingar voru skráðir til leiks. Leiknar voru 18 holur í punktakeppni í karla- og kvennaflokki. Verðlaun frá Golfskálanum voru veitt fyrir sæti í 1.-3. í mótinu.
Í kvennaflokki var Rósa Jónsdóttir í 1. sæti með 35 punkta. Sara Sigurbjörnsdóttir í 2. sæti með 31 punkt og Sigríður Guðmundsdóttir í 3. sæti með 30 punkta. Þær eru allar í Golfklúbbi Fjallabyggðar.
Í karlaflokki var Konráð Þór Sigurðsson(GFB) með 33 punkta í 1. sæti, Þorsteinn Jóhannesson(GSK) var í 2. sæti með 32 punkta og Þorleifur Gestsson(GFB) með 32 einnig í 3. sæti.
Þrjár konur hættu keppni eða mættu ekki til leiks og tveir karlar, annar þeirra mætti ekki til leiks.
