Opna Ísfellsmótið fór fram í dag á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði á vegum Golfklúbbs Fjallabyggðar. Fimmtán kylfingar voru mættir til leiks, en leiknar voru 18 holur í punktakeppni. Keppt var í karla- og kvennaflokki og voru vöfflur fyrir alla að keppni lokinni.

Í kvennaflokki sigraði Björg Traustadóttir með 27 punkta. Í 2. sæti var Dagný Finnsdóttir með 24 punkta og í þriðja sæti var Guðrún Unnsteinsdóttir með 22 punkta.

Í karlaflokki var Bergur Björnsson í 1. sæti með heila 37 punkta. Þorsteinn Jóhannsson var í 2. sæti með 33 punkta og í 3. sæti var Sveinn Hjartarson með 32 punkta.