Golfklúbbur Siglufjarðar hélt um helgina Milwaukee Open paramót og var leikið Texas scramble á Siglógolf.  Sextán lið voru skráð til leiks og 32 kylfingar.  Verðlaun voru fyrir fyrstu þrjú sætin og einnig nánadarverðlaun og lengsta drive í karla- og kvennaflokki.

Leiknar voru 18 holur og var ræst út af öllum teigum.

Í fyrsta sæti var liðið Brynvar (Sævar Örn Kárason og Bryndís Þorsteinsdóttir) á 68 höggum. Í 2. sæti var Efstikambur (Daníel Gunnarsson og Sigríður Ingvarsdóttir á 69 höggum. Í þriðja sæti var liðið Reykjavík (Ágúst Ingþórsson og Kristján Óskarsson) á 70 höggum.