Meistaramót nýliða hjá Golfklúbbi Siglufjarðar fór fram dagana 4.-6. júlí á Siglógolf á Siglufirði. Keppt var í karla- og kvennaflokki og voru leiknar 9 holur þessa þrjá daga. Keppt var í punktakeppni. Kylfingar voru með forgjöf 36,1-54.

Alls tóku 11 kylfingar þátt þar af 7 konur og 4 karlar.

Anna Hulda Júlíusdóttir fékk flesta punkta í kvennaflokki og vann með nokkrum yfirburðum, eða með 54 punkta. Elín Björg Jónsdóttir var í 2. sæti með 43 punkta og Gunnhildur Róbertsdóttir með 40 punkta.

Kristján Friðriksson vann með yfirburðum í karlaflokki en hann fékk 63 punkta. Árni Skarphéðinsson var með 49 punkta í 2. sæti og Tómas Óskarsson með 38 punkta í 3. sæti.

Úrslit í kvennaflokki:

 

 

Úrslit í karlaflokki: