Úrslit í Meistaramóti Golfklúbbs Fjallabyggðar

Meistaramóti Golfklúbbs Fjallabyggðar lauk um helgina á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði. Alls tóku 20 kylfingar þátt í mótinu og keppt var í nokkrum flokkum. Dagný Finnsdóttir sigraði á 236 höggum í 1. flokki kvenna. Sigurbjörn Þorgeirsson sigraði í meistaraflokki karla á 203 höggum. Klúbbmeistarar 2020 voru Dagný og Sigurbjörn. Björn Kjartansson sigraði öldungaflokk karla á 160 höggum. Önnur úrslit eru hér að neðan. Myndir með fréttinni koma frá Golfklúbbi Fjallabyggðar.

Úrslit:

1.flokkur kvenna:
1.sæti Dagný Finnsdóttir á 236 höggum
2.sæti Rósa Jónsdóttir á 254 höggum
3.sæti Björg Traustadóttir á 256 höggum

Mynd frá Golfklúbbur Fjallabyggðar.

3.flokkur kvenna:
1.sæti Kristín Jakobína Pálsdóttir á 193 höggum
2.sæti Kristjana V. Valgeirsdóttir á 202 höggum

Mynd frá Golfklúbbur Fjallabyggðar.

2.flokkur kvenna:
1.sæti Ásta Sigurðardóttir á 232 höggum
2.sæti Anna Þórisdóttir á 254 höggum

Mynd frá Golfklúbbur Fjallabyggðar.

Öldungaflokkur karla:
1.sæti Björn Kjartansson á 160 höggum
2.sæti Hafsteinn Þór Sæmundsson á 180 höggum
3.sæti Sigmundur Agnarsson á 182 höggum

Mynd frá Golfklúbbur Fjallabyggðar.

Meistaraflokkur karla:
1.sæti Sigurbjörn Þorgeirsson á 203 höggum
2.sæti Ármann Viðar Sigurðsson á 252 höggum

Mynd frá Golfklúbbur Fjallabyggðar.

2. flokkur karla:

Brynjar Heimir Þorleifsson á 182 höggum

Jóhann Júlíus Jóhannsson á 205 höggum

Friðrik H. Eggertsson á 212 höggum

 

Klúbbmeistarar GFB 2020:
Dagný Finnsdóttir og Sigurbjörn Þorgeirsson

Mynd frá Golfklúbbur Fjallabyggðar.