Meistaramót Golfklúbbs Fjallabyggðar var haldið í 6.-11. ágúst á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði. Keppt var í fimm karla flokkum og þremur kvennaflokkum. Meistaraflokkur og 1. flokkur léku 3×18 holur en aðrir léku færri holur. Í ár voru 25 kylfingar skráðir til leiks og dreifðust á flokkana.

Sex kylfingar tóku þátt í meistaraflokki karla. Sigurvegari í ár var Kristján Sveinsson á 212 höggum. Sigurbjörn Þorgeirsson fylgdi fast á eftir og átti einnig besta hringinn, 67 högg, en hann endaði á 214 höggum. Ármann Sigurðsson var í 3. sæti á 230 höggum. Í 1. flokki karla sigraði Brynjar Þorleifsson á 243 höggum. Björn Kjartansson sigraði í öldungaflokki karla á 176 höggum.

Mikil spenna var í 1. flokki kvenna, og voru systurnar Sara Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Sigurbjörnsdóttir jafnar með 242 högg og fóru í bráðabana þar sem Guðrún sigraði. Dagný Finnsdóttir var í 3. sæti á 248 höggum. Í 2. flokki kvenna sigraði Anna María Björnsdóttir á 184 höggum.

 

 

Upplýsingar um mótið,

Flokkaskipting:

Meistaraflokkur karla (fgj 0-12):  (3×18 holur)  54 holur

1. flokkur karla (fgj 12,1-24):  (3×18 holur) 54 holur

2. flokkur karla (fgj 24,1-36):  (4×9 holur) 36 holur

3. flokkur karla (fgj 36,1 – 54,0)  (3×9 holur) 27 holur –

Öldungaflokkur kk 67 ára og eldri:  (4×9 holur) 36 holur

1. flokkur kvenna (fgj 10 – 24,9):   (3×18 holur) 54 holur

2. flokkur kvenna (fgj 25,0 – 36,0):  (4×9 holur9 36 holur

3. flokkur kvenna (fgj 36,1 – 54,0) : (3×9 holur) 27 holur

Unglingar :  18 holur (2×9 holur)