Meistaramót Golfklúbbs Siglufjarðar lauk í gær á Siglógolf. Keppt var í 1. flokki karla, 2. flokki karla og 1. flokki kvenna.

Fjórir kylfingar voru skráðir í 1. flokki kvenna en þrír luku keppni. Sigurvegari var Ólína Þórey Guðjónsdóttir á 281 höggi. Jósefína Benediktsdóttir var í 2. sæti á 286 höggum. Í 3. sæti var Jóhanna Þorleifsdóttir á 343 höggum.

Sex kylfingar voru skráðir í 1. flokk karla og luku 5 kylfingar leik. Jóhann Már Sigurbjörnsson vann með nokkrum yfirburðum á 222 höggum. Sævar Kárason var í 2. sæti á 261 höggi. Í 3. sæti var Salmann Árnason á 262 höggum.

Flestir kylfingar voru í 2. flokki karla en 16 voru skráðir og luku 14 kylfingar leik. Í 1. sæti var Þorsteinn Jóhannsson á 254 höggum. Í 2. sæti var Ólafur Þór Ólafsson á 268 höggum. Í 3. sæti var Brynjar Heimir Þorleifsson á 275 höggum.

Einnig var keppt í nýliðaflokki í punktakeppni í karla- og kvennaflokki. Spilaðar voru 9 holur á þremur dögum. Aðeins einn karlmaður var skráður til leiks, Snæbjörn Friðriksson og endaði hann með 22 punkta.

Í nýliðaflokki kvenna var Anna Hermína Gunnarsdóttir með 53 punkta í 1. sæti. Ása Guðrún Sverrisdóttir var í 2. sæti með 47 punkta. Ríkey Sigursbjörndóttir var í 3. sæti með 45 punkta. Alls tóku 8 konur þátt í nýliðaflokki í ár.

Eftir mótið var verðlaunaafhending og lokahóf.