Meistaramóti Golfklúbbs Fjallabyggðar lauk í gær á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði. Alls tóku 25 kylfingar þátt í mótinu í öllum flokkum.

Fjórir kylfingar tóku þátt í meistaraflokki karla, en þar keppa kylfingar með undir 12 í forgjöf. Sigurbjörn Þorgeirsson var í 1. sæti á 209 höggum. Bergur Björnsson var í 2. sæti á 220 höggum. Ármann Viðar Sigurðsson var í 3. sæti á 230 höggum. Hallór Ingvar Guðmundsson var í 4. sæti á 259 höggum.

Í 1. flokki karla sigraði Þorleifur Gestsson á 253 höggum.

Í öldungaflokki karla sigraði Björn Kjartansson á 164 höggum.

Mjög jöfn keppni var í 1. flokki kvenna en þar sigraði Brynja Sigurðardóttir á 239 höggum. Í 2. sæti var Björg Traustadóttir á 240 höggum. Í 3. sæti var Dagný Finnsdóttir á 246 höggum.

Í 2. flokki kvenna var Jóna Kristjánsdóttir í 1. sæti með 194 högg.

Í 3. flokki kvenna var líka hörð barátta, Anna María Björnsdóttir vann með 178 högg. Í 2. sæti var Kristín Pálsdóttir á 183 höggum. Í 3. sæti var Kristjana Valgeirsdóttir á 188 höggum.

Engin lýsing til