Úrslit í ljóðasamkeppni í Fjallabyggð

Ljóðahátíðin Haustglæður stóð fyrir ljóðasamkeppni meðal nemenda í Grunnskóla Fjallabyggðar í 8.-9. bekk síðastliðið haust en úrslit hafa nú verið birt. Rúmlega 40 ný ljóð  urðu til í tengslum við keppnina og var fjögurra manna dómnefnd sem valdi fjögur áhugaverðustu ljóðin og veitti verðlaun fyrir.

Verðlaunahafarnir komu allir úr 9. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar og eru, í stafrófsröð: Álfheiður Agla Oddbjörnsdóttir, Elín Helga Þórarinsdóttir, Óðinn Þór Jóhannsson og Sóley Lilja Magnúsdóttir. Í verðlaun voru bókaverðlaun, ljóðabækur eftir Gunnar Dal og Ólafsfirðinginn Gísla Gíslason, auk gjafakorts á Kaffi Rauðku eða veitingastaðinn Torgið.

Samnemendur vinningshafana fjölmenntu í Ljóðasetrið á Siglufirði til að fylgjast með þegar úrslitin voru opinberuð og hlýddu á upplestur verðlaunaljóðanna auk fleirri ljóða.

11081049_1632528630299493_2117520569283410756_n 11081308_1632534166965606_6632356056837711160_n

Myndir: Ljóðasetur Íslands.