Úrslit í Kvennamóti Golfklúbbs Fjallabyggðar

Kvennamót Golfklúbbs Fjallabyggðar & Nivea fór fram um liðna helgi á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði. Alls mættu 32 konur til leiks í blíðskaparveðri. Kylfingar komu frá Akureyri, Dalvík, Skagafirði og Fjallabyggð.
Leikið var punktakeppni með forgjöf í tveimur flokkum. Allar konur fengu glæsilegar teiggjafir frá Nivea.
Lengsta teighögg á sjöttu braut áttu Dagný Finnsdóttir GFB og Gunnhildur Róbertsdóttir GKS.
Næst holu á áttundu voru Jósefína Benediktsdóttir GKS og Guðrún Unnsteinsdóttir GFB.
Úrslit í kvennaflokki 0- 28
1.sæti Marsibil Sigurðardóttir GHD 41 punkar
2.sæti Björg Traustadóttir GFB 39 punktar
3.sæti Sigríður Guðmundsd. GFB 37 punktar
Í kvennaflokki 28,1 og hærri
1.sæti Anna Þórisdóttir GFB 33 punktar
2.sæti Hólmfríður Jónsdóttir GFB 33 punktar
3.sæti Guðrún Unnsteinsdóttir GFB 32 punktar
Myndir: GFB.