Kvennamót Golfklúbbs Fjallabyggðar & Nivea var haldið um helgina á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði. 26 konur mættu til leiks og var keppt í tveimur forgjafarflokkum.
Allar konur fengu teiggjöf frá Nivea. Dregið var úr skorkortum og fóru allar konur heim með glaðning eftir glæsilegt kökuhlaðborð að móti loknu. Dagný Finnsdóttir sigraði í flokki 0-28 með 36 punkta og hún lék einnig á fæstum höggum eða 77, Gíga Kristbjörnsdóttir sigraði í flokki 28,1 og hærri.
Úrslit:
Flokkur 0-28
1. sæti. Dagný Finnsdóttir GFB 36 punktar
2. sæti. Björg Traustadóttir GFB 35 punktar
3. sæti. Eygló Birgisdóttir GA 32 punktar
Flokkur 28,1 og hærri
1. sæti. Gígja Kristbjörnsdóttir GHD 32 punktar
2. sæti. Olga Guðlaug Albertsdóttir GHD 25 punktar
3. sæt.i Sigurlaug Helga Arndal GA 24 punktar.
Veitt voru verðlaun fyrir besta skorið og var það Dagný Finnsdóttir GFB sem lék best eða á 77 höggum
Einnig voru veitt verðlaun fyrir lengsta teighögg og næst holu í báðum flokkum.
Lengstu teighöggin áttu:
Sara Sigurbjörnsdóttir GFB í flokki 0-28.
Lovísa Erlendsdóttir GA í flokki 28,1 og hærri.
Næst holu:
Eygló Birgisdóttir GA í flokki 0-28
Svandís Gunnarsdóttir GA í flokki 28.1 og hærri.