Úrslit í kvennamóti GFB

Kvennamót Golfklúbbs Fjallabyggðar og Nivea var haldið laugardaginn 1. september síðastliðinn á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði. Alls voru 24 konur skráðar til leiks og voru þær allar leystar út með glæsilegum gjöfum frá Nivea, Kalda og S1. Rósa Jónsdóttir fékk flesta punkta í forgjafarflokki 0-22 og Sara Sigurbjörnsdóttir fékk flesta punkta í forgjafarflokki 22.1-40 og einnig verðlaun fyrir besta skorið.  Að móti loknu var glæsilegt kaffihlaðborð í boði GFB kvenna.

Úrslit voru eftirfarandi:

Í flokki 0-22 í forgjöf
1.sæti Rósa Jónsdóttir GBF 27 punktar
2.sæti Dagný Finnsdóttir GFB 26 punktar
3.sæti Anna Freyja Edvardsd GA 26 punktar

Í flokki 22,1-40 í forgjöf
1.sæti Sara Sigurbjörnsdóttir GFB 35 punktar
2.sæti Hlín Torfadóttir GHD 27 punktar
3.sæti Ásta Sigurðardóttir GFB 26 punktar

Einnig voru veitt verðlaun fyrir besta skorið.
Sara Sigurbjörnsdóttir GFB 88 högg.

Lengsta teighögg í flokki 0-22 gerði Lísbet Hannesdóttir GA. Næst holu á 8/17 í flokki 0-22 var Björg Trausta GFB og var 6,30 m frá holunni.

Ljósmyndir með frétt: Golfklúbbur Fjallabyggðar