Úrslit í Kristbjargarmóti í Ólafsfirði

Opna Kristbjargarmótið í golfi var haldið í gær á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði. 24 kylfingar tóku þátt og var ræst út af öllum teigum.

Úrslit urðu eftirfarandi:
Í kvenna flokki:
1. Brynja Sigurðardóttir GÓ 42 punktar
2. Dagný Finnsdóttir GÓ 36 punktar
3. Marsibil Sigurðardóttir GHD 34 punktar

Í karla flokki:
1. Þorgeir Örn Sigurbjörnsson GÓ 39 punktar
2. Björn Kjartansson GÓ 37 punktar
3. Salmann Héðinn Árnason GKG 37 punktar

11061330_953420101377094_8426591090793044998_n 11144994_953420138043757_6106926506348146879_n