Golfklúbbarnir í Fjallabyggð kepptu í Klúbbakeppni fimmtudaginn 14. september síðastliðinn. Spilað var á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði og tóku 33 kylfingar þátt frá GKS og GFB. Keppt var í punktakeppni og giltu 8 bestu skorin í liðakeppni. Viku síðar verður keppt á Sigló golf á Siglufirði. Spilaðar voru 9 holur.

GFB liðið náði í 150 punkta en GKS náði í 113 punkta í þessari keppni í Ólafsfirði.

Í einstaklingskeppninni þá voru kylfingar frá GFB í fyrstu sex sætunum.

Konráð Sigurðsson var með 25 punkta fyrir GFB. Sturla Sigmundsson fyrir GFB með 19 punkta og Haukur Rúnarsson með 19 punkta fyrir GFB.